Erlent

Kínverskur aðgerðasinni dæmdur í níu ára fangelsi

Chen mótmælti dóminum og lýsti yfir sakleysi sínu.
Chen mótmælti dóminum og lýsti yfir sakleysi sínu. mynd/AFP
Dómstóll í Kína hefur dæmt aðgerðasinna þar í landi í níu ára fangelsi. Hann var fundinn sekur um niðurrifsstarfsemi og að hvetja Kínverja til að steypa kommúnistastjórninni af stóli. Dómurinn er sá þyngsti sem fallið hefur síðan stjórnvöld í Kína hófu herferð til að koma í veg fyrir uppreisn í anda þeirra sem sprottið hafa upp í Austurlöndum nær.

Til grundvallar sakfellingunni voru fjórar ritgerðir sem hinn 42 ára Chen Wei hafði ritað og birt á veraldarvefnum. Hann hefur áður hlotið svipaða dóma en hann hlaut fangelsisdóm fyrir þátttöku sína í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar í Peking árið 1989.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðandi frá því í febrúar á þessu ári. Chen mótmælti dóminum og lýsti yfir sakleysi sínu. Hann sagði síðan að þingbundið lýðræði myndi sigra og að alræðið myndi fjara út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×