Fleiri fréttir

Uppreisnarmenn biðla til Sameinuðu Þjóðanna

Talið er að um 250 manns hafi látist í átökum öryggissveita og uppreisnarmanna í Sýrlandi á síðustu dögum. Stærsti andspyrnuhópur landsins biðlar til Sameinuðu Þjóðanna um að bregðast við ofbeldinu.

Bóluefni gegn HIV bráðlega prófað á mönnum

Kanadískir vísindamenn hafa fengið grænt ljós á að prófa bóluefni sem þeir hafa þróað gegn HIV veirunni á mönnum. Verkefnið mun að sögn Sky fréttastofunnar hefjast í næsta mánuði en bandaríska lyfjaeftirlitið veitti leyfið.

Þúsundir vottuðu Havel virðingu sína

Þúsundir Tékka gengu í dag á eftir líkkistu Vaclavs Havels fyrrverandi forseta landsins þegar kistan var flutt í Prag-kastala þar sem hún verður fram að útför Havels næstkomandi föstudag.

Sænskir blaðamenn fundnir sekir í Eþíópíu

Eþíópskir dómstólar hafa fundið tvo sænska karlmenn seka um stuðning við hryðjuverk. Blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru handsamaðir fyrir sex mánuðum í átökum uppreisnarmanna og hersveita í landinu.

Ferðmannaaukning á heimsendaári í Mexíkó

Sumir trúa því að Mayar hafi spáð fyrir um heimsenda þann 21. desember á næsta ári. En ólíkt áhugamönnum um dómsdag hafa íbúar í hjarta fornu Maya-byggðarinnar hafið 12 mánaða fögnuð þar sem menningarheims Maya er minnst.

Þúsundir Dana keyra drukknir hvern dag

Rúmlega 10.000 manns aka undir áhrifum áfengis á degi hverjum í Danmörku að því er fram kemur í nýrri könnun og danskir miðlar segja frá.

Prestur drekkti systur sinni í særingu

Prestur var handtekinn í Bólivíu eftir að særingarathöfn fór úr skorðum. Talið er að maðurinn hafi drekkt systur sinni þegar hann reyndi að særa út illan anda.

Fyrsta sýnishornið úr The Hobbit opinberað

Tolkien aðdáendur víða um fagna því fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit hefur verið opinberað. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut Hringadrottinssaga gríðarlega vinsælda.

Árið gert upp hjá Youtube

Það var margt sem gerðist á árinu 2011. Margt af því náðist á myndband og hefur nú ein Youtube.com, ein vinsælasta síða í heiminum tekið saman það helsta sem hlaðið var inn á síðuna á árinu.

Filipseyingar hefja enduruppbyggingu

Íbúar á hamfarasvæðunum í Filippseyjum hófu í dag að endurreisa heimili sín og innviði samfélags síns eftir að hitabeltisstormurinn Washi reið yfir landið um helgina. Tala látinna er nú kominn yfir 1.000 manns og enn er margra saknað.

Sonurinn sagður vera goðumlíkur leiðtogi

Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði.

Tugir milljóna manna glíma við alvarleg fíkniefnavandamál

Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 15 og 39 milljónir manna í heiminum eigi við alvarleg vandamál að stríða vegna fíkniefnaneyslu. Milli þrjú og sex prósent af öllum jarðarbúum hafa neytt ólöglegra fíkniefna að minnst kosti einu sinni á þessu ári.

Kvennabúr Kim Jong-il taldi um 2.000 ungar stúlkur

Meðal þess sem kvisast hefur út um líf Kim Jong-il fyrrum einræðisherra Norður Kóreu er að hann hafði aðgang að viðamiklu kvennabúri sem einnig þjónaði þörfum æðstu embættismanna landsins.

Fuglaflensa aftur komin upp í Hong Kong

Fuglaflensan H5N1 hefur aftur skotið upp kollinum í Hong Kong. Dauður kjúklingur reyndist smitaður af flensunni og í framhaldinu verður um 17.000 kjúklingum slátrað í borginni í dag.

Tórínó-klæðin gætu verið ekta

Vísindamenn á Ítalíu hafa varpað nýju ljósi á ráðgátuna um líkklæði Krists sem jafnan eru kennd við borgina Tórínó þar sem þau eru til sýnis.

Pútín vart lengur öruggur í sessi

Stjórnarandstaðan í Rússlandi fékk byr undir báða vængi í kjölfar þingkosninganna, sem vafi leikur á hvort voru fullkomlega marktækar. Enginn öflugur mótframbjóðandi gegn Pútín virðist þó vera í sjónmáli enn sem komið er fyrir forsetakosningarnar í mars.

Mótmæltu framkomu hermanna

Um tíu þúsund egypskar konur mótmæltu á Frelsistorginu í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gær. Þær mótmæltu framkomu og ofbeldi hermanna gagnvart þeim í mótmælum undanfarna daga, þar sem þeir drógu kvenkyns mótmælendur meðal annars um á hárinu, auk þess sem ein kona var afklædd og barin.

Líkkistur og formalín skortir

Yfirvöld á Filippseyjum sendu í gær yfir 400 líkkistur til tveggja borga sem verst urðu úti í flóðum í suðurhluta Filippseyja um helgina.

Málfrelsismenn flytji úr landi

Yfirmaður herafla Taílands hefur fengið nóg af gagnrýni á lög í landinu sem kveða á um þriggja til 15 ára fangelsi verði fólk uppvíst að því að móðga konungdæmið.

Bon Jovi ekki látinn

Söngvarinn Jon Bon Jovi neyddist til að færa sönnur á að hann væri í raun á lífi eftir að ljótur orðrómur spratt upp á internetinu. Sögusagnir voru um að rokkgoðið hefði gefið upp öndina á hótelherbergi í Asbury Park í New Jersey.

Versti sendill veraldar

Starfsmaður þjónustufyrirtækisins FedEx átti heldur slæman vinnudag í gær. Hann náðist á myndband þegar hann fleygði tölvuskjá yfir girðingu og snér sér síðan að næstu sendingu.

Íbúar Liege minnast fórnarlamba

Vika er liðin síðan vígamaðurinn Nordine Amrani hóf skotárás á torginu Place Saint-Lambert í borginni Liege í Belgíu. Um 3.000 manns komu saman á torginu í dag til að minnast fórnarlamba árásarinnar.

Starfsmanna olíuborpallsins enn leitað

Yfirvöld í Rússlandi hafa fengið fleiri flugvélar til að aðstoða við leitina að starfsmönnum olíuborpalls sem féll í sjóinn á sunnudaginn. Borpallurinn var staðsettur í norðurhluta Kyrrahafs. Óvíst er um afdrif mannanna en sjórinn á þessum slóðum er afar kaldur.

15 ára drengur skotinn á Tahrir torgi

Öryggissveitir herstjórnarinnar í Egyptalandi gerðu áhlaup á mótmælendur á Tahrir torgi í dag. Fregnir herma að 15 ára piltur sé í lífshættu eftir að hafa verið skotinn í bakið af meðlimum hersveitanna.

Myndir ársins að mati Stjörnufræðivefsins

Ár hvert eru milljónir ljósmynda teknar af undrum alheimsins, hvort sem það er af áhugafólki um stjörnufræði, vísindamönnum eða vélvæddum sendiherrum okkar í geimnum. Með vali sínu á þeim myndum sem þeir telja framúrskarandi fallegar eða merkilegar hafa aðstandendur Stjörnufræðivefsins náð að sannfæra okkur um að þeir horfi til himinsins með næmum huga.

Suður Kóreumenn votta nágrönnum sínum samúð

Rikisstjórnin í Suður Kóreu vottaði í dag íbúum Norður Kóreu samúð sína vegna andláts Kim Jong II einræðisherra landsins, en hann lést um helgina sem kunnugt er. Kim Jong Un, sonur og eftirlifandi, einræðisherrans mætti líka í morgun til að vitja jarðneskra leifa einræðisherrans. Miklar vangaveltur eru um hver tekur við af Kim Jong Il en flestir telja að það verði sonur hans.

Segjast geta sannað tengsl Mannings við Assange

Saksóknarar í máli Bradley Mannings, hermannsins bandaríska sem ásakaður er um að hafa lekið þúsundum leyniskjala til Wikileaks vefsíðunnar, lögðu fram gögn í réttarhöldunum í gær sem þeir segja að sanni tengsl Mannings við uppljóstrunarsíðuna WikiLeaks.

Mun hrapa til jarðar í janúar

Rússneska geimfarið Fóbos-Grunt, sem hefur verið fast á lágri jarðbraut síðan í nóvember eftir tæknileg mistök, mun sennilega hrapa til jarðar um miðjan næsta mánuð.

Enn tekur sonur við af föður sínum

Í september í fyrra lýsti Kim Jong-il því yfir að sonur hans, Kim Jong-un, yrði eftirmaður hans sem leiðtogi Norður-Kóreu. Jong-un er á þrítugsaldri og tók þegar við valdamiklum embættum í Norður-Kóreu.

Amager-maðurinn dæmdur sekur

Marcel Lychau Hansen, betur þekktur sem Amager-maðurinn, var í gær dæmdur sekur um tvö morð og sex nauðganir á rúmlega tuttugu ára millibili. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku þar sem hann er virkasti raðafbrotamaður í sögu landsins. Hansen verður ákvörðuð refsing á fimmtudag.

Fjórtán fallnir á fjórum dögum

Hundruð hermanna réðust í gær til atlögu við mótmælendur á Frelsistorginu í Kaíró í Egyptalandi. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að þrír hafi verið skotnir til bana af hermönnum, og hafa þá alls fjórtán verið drepnir í átökum hers og almennings frá því á föstudag.

Þriðjungur ungra Bandaríkjamanna lent í handtöku

Nær þriðjungur Bandaríkjamanna sem orðnir eru 23 ára gamlir hafa lent í því að verða handteknir einu sinni eða oftar á ævinni en þá eru umferðarlagabrot ekki tekin með í dæmið.

Danadrottning fær uppreisn æru sem listmálari

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur fengið nokkra uppreisn æru sem listmálari í upphafi vikunnar en í gær seldust tvær blýantsteikningar eftir hana á verði sem var töluvert yfir matsverði þeirra.

Yfir 900 létust á Filippseyjum

Tala látinna á Filippseyjum eftir hitabeltisstorminn Washi er komin yfir 900 manns og nokkur hundruða er enn saknað.

Sjá næstu 50 fréttir