Erlent

Náði ótrúlegum myndum af halastjörnunni Lovejoy

Geimfarinn Dan Burbank náði stórkostlegum myndum af halastjörnunni Lovejoy stuttu eftir að hún átti náin kynni við sólina.

Burbank lýsti því sem einu stórfenglegasta augnabliki lífs síns þegar hann sá Lovejoy skjótast framhjá Alþjóðlegu geimstöðinni.

Í síðustu viku fylgdust vísindamenn NASA með Lovejoy er hún steyptist í átt að sólinni og hvarf á bak við hana. Talið er að Lovejoy hafi verið í um 14.000 kílómetra fjarlægð frá yfirborði sólarinnar. Halastjarnan kom síðan öllum að óvörum þegar hún birtist síðan hinum megin við sólina og hélt leið sinni um sólkerfið áfram.

Lovejoy var uppgötvuð 27. nóvember á þessu ári var skírð í höfuðið á þeim sem fann hana en það var ástralskur áhugamaður um stjörnufræði að nafni Terry Lovejoy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×