Erlent

Kærður fyrir manndráp eftir að hafa látið bróður sinn borða kókaín

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp en hann er grunaður um að hafa sannfært bróður sinn um að borða tæplega 30 grömm af kókaíni.

Bræðurnir voru færðir í baksæti lögreglubifreiðar eftir þeir voru stöðvaðir í Suður-Karólínu. Á meðan lögreglumennirnir leituðu í bíl þeirra töluðu bræðurnir um kókaín pokann sem eldri bróðirinn hafði falið milli rasskinna sinna.

Hinn 23 ára gamli Deangelo Rashard Mitchell sagði bróður sínum að ef hann yrði tekinn með kókaínið þá yrði hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Hann sagði yngri bróður sínum að borða efnið í staðinn.

Myndavél í lögreglubílnum náði samskiptum bræðranna á myndband en þar sést Mitchell ítrekað reyna að sannfæra yngri bróður sinn um að borða kókaínið - sem hann svo gerði.

Stuttu seinna kvartaði yngri bróðirinn yfir hjartsláttartruflunum og að hann ætti erfitt með andardrátt. Mitchell sagði lögreglumanninum að bróðir sinn hefði neytt kókaíns en nefndi ekki hvaðan efnið kom. Stuttu seinna lést bróðir hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×