Erlent

Evrópuríki mega rukka

Deilan snýst um kolefnisgjald á flug til Evrópu.nordicphotos/AFP
Deilan snýst um kolefnisgjald á flug til Evrópu.nordicphotos/AFP
Evrópudómstóllinn hefur hafnað rökum bandarískra og kanadískra flugfélaga, sem kærðu evrópsk stjórnvöld fyrir að leggja kolefnisgjald á flug til Evrópu.

Flugfélögin töldu þetta vera brot á alþjóðlegum samningum um millilandaflug og jafnframt brot gegn fullveldi ríkjanna.

Þau segjast ósátt við niðurstöðuna og ætla ekki að láta staðar numið með málið. Með þessu einangri Evrópusambandið sig enn frekar á alþjóðavettvangi.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×