Erlent

Steve Jobs fær Grammy

Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Apple.
Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Apple. mynd/AP
Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi stjórnarformaður Apple, verður heiðraður á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á næsta ári. Aðstandendur hátíðarinnar vilja heiðra Jobs fyrir framlag hans til tónlistar.

Í tilkynningu frá dómnefnd hátíðarinnar kemur fram að Jobs muni hljóta sérstök heiðursverðlaun fyrir að umbreyta neysluvenjum fólks þegar kemur að  tónlist. Dómnefndin telur að iPod-spilarinn og vefverslunin iTunes hafi haft mikil og langvarandi áhrif á tónlistarheiminn.

Síðan iPod og iTunes komu á markað hefur sala á geisladiskum hrunið. Talið er að sölutekjur af stafrænni tónlist muni verða meiri en af hefðbundnum geisladiskum árið 2013.

Að auki hefur iPod spilarinn haft mikil áhrif á útgefendur tónlistar. Framleiðsla á geisladiskum í fullri lengd hefur minnkað á meðan smáskífan verður sífellt vinsælli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×