Fleiri fréttir

Skólastúlka í miklum vandræðum á skútu á Indlandshafi

Abby Sunderland sextán ára gömul skólastúlka frá Kaliforníu á í miklum vandræðum á skútu sinni eftir að hafa lent í óveðri á afskekktu svæði á Indlandshafi um 3000 kílómetra austur af Madagaskar. Skip eru á leið til hennar.

Lánshæfismat hækkaði við fréttirnar

Í kjölfar staðfestingar þess að Eistland muni taka upp evru í janúar næstkomandi hækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor‘s (S&P) lánshæfiseinkunn landsins um einn flokk, úr A- í A, í gær.

Wilders vill í stjórn en mætir andstöðu

„Hið ómögulega gerðist," sagði Geert Wilders, leiðtogi þjóðernissinna í Hollandi. „Við unnum stærsta sigur kosninganna. Við viljum í stjórn." Wilders hefur boðað harða stefnu gegn innflytjendum, einkum þó múslímum, og hefur hvað eftir annað lýst trúarritum múslíma sem fasískum. Ljóst er að aðrir flokkar vilja helst ekki hafa hann með sér í stjórn.

Áhrif á Ísland

Óvíst er hvaða áhrif kosningaúrslitin hafa á Icesave-málið, sem hefur að mestu verið í biðstöðu frá því að Íslendingar höfnuðu samningnum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars.

Lífstíð fyrir þjóðarmorð

Þrír Bosníuserbar hafa verið dæmdir sekir fyrir þjóðarmorð af Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Tveir fengu lífstíðarfangelsi og sá þriðji 35 ára dóm.

Piltur skotinn við landamæri

Mexíkóbúar eru reiðir Bandaríkjamönnum vegna atviks í El Paso á mánudag, þegar fjórtán ára piltur lét lífið eftir að hafa fengið skot í sig frá bandarískum landamæravörðum.

Bretum sama um blótsyrði

Rannsókn fjölmiðlafyrirtækisins Ofcom í Bretlandi sýnir fram á að flestir Bretar eru tilbúnir til að leiða hjá sér blótsyrði í fjölmiðlum.

Jagúar rennur á Calvin Klein

Tveir líffræðingar sem starfa að verndun jagúara í þjóðgarði í Gvatemala hafa fundið fullkomna leið til að laða hin tignarlegu kattardýr að myndavélunum sem notaðar eru til að fylgjast með þeim og skrásetja. „Obsession for Men“ rakspíri frá Calvin Klein er allt sem þarf.

Norðmenn dæmdir aftur til dauða í Kongó

Herdómstóll í Kongó dæmdi tvo Norðmenn til dauða í annað skiptið. Dæma þurfti aftur í málinu vegna tæknilegra atriða, segir í frétt The Guardian.

Reykingabann sett á í Alexandríu

Borgaryfirvöld í Alexandríu einni af stærstu borgum Egyptalands ætla að koma á reykingabanni í opinberum byggingum og á opnum svæðum í borginni.

Forseti Írans blæs á refsiaðgerðir SÞ

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans blæs á síðustu refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn stjórn hans. Segir hann Sameinuðu þjóðirnar nota þessar aðgerðir svipað og aðrir noti óhreina vasaklúta.

Þúsaldarmarkmið SÞ skoðuð

mannréttindi Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær nýja skýrslu sem ber heitið „From Promises to Delivery". Í skýrslunni eru Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna skoðuð út frá mannréttindaskyldum sjálfstæðra ríkja.

Stjórn þriggja flokka líkleg í Hollandi

Þingkosningarnar í Hollandi virtust ætla að verða hnífjafnar samkvæmt fréttum í gærkvöldi. Frjálslynda þjóðarflokknum og Verkamannaflokknum, stærstu flokkunum til hægri og vinstri, var spáð jafnmörgum þingsætum, eða 31 af 150 á hollenska þinginu.

Ný evrópsk herflutningavél

Hin nýja herflutningavél Airbus verksmiðjanna A400M er nú loks komin á vængina eftir miklar tafir og eftir að hafa farið gríðarlega framúr kostnaðaráætlun.

Minntust fórnarlamba morðingja

Mannfjöldi kom saman í Egremont í Englandi í dag til þess að minnast þeirra sem leigubílstjórinn Darrick Bird myrti í síðustu viku.

Mikið var

Margrét Thatcher barónessa og fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands heimsótti David Cameron núverandi forsætisráðherra í Downing stræti 10 í gær.

Konur í sókn í norskum fyrirtækjum

Konum í stjórnunarstöðum í Noregi hefur fjölgað um 41 prósent frá því á síðasta ári að sögn norska blaðsins Dagens Næringsliv.

Kjördagur runninn upp í Hollandi

Kjördagur er runninn upp þingkosningunum í Hollandi en kjörstaðir verða opnaðir klukkan 10 að staðartíma eða klukkan 8 að okkar tíma.

Drög fjárlaga kynnt fyrirfram

Brussel Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa komið sér saman um nýtt fyrirkomulag, sem á að tryggja að fjárlög einstakra ríkja á evrusvæðinu ógni ekki fjármálastöðugleika alls evrusvæðisins.

Landamæri Gasa opin áfram

Egypskur embættismaður fullyrti í gær að landamæri Egyptalands að Gasaströnd verði opin áfram um óákveðinn tíma, en þau voru opnuð eftir að Ísraelar réðust í síðustu viku á skipalest frá Tyrklandi sem átti að rjúfa einangrun Gasa.

Ganga ekki á bak orða sinna

Ákveðið hefur verið að Eistland taki upp evruna í byrjun næsta árs, þrátt fyrir vaxandi áhyggjur af framtíð evrunnar. Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu þetta á fundi sínum í Brussel.

Hnúfubakar mynda vinatengsl

Hnúfubakskýr hittast árlega í St. Lawrence flóa undan Kanada til að synda um og leita að fæðu saman. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í Journal of Behavioral Ecology and Sociobiology.

Tvö tonn af kókaíni gerð upptæk í Gambíu

Að minnsta kosti tvö tonn af kókaíní voru gerð upptæk í Gambíu í Afríku. Kókaínið var á leið til Evrópu í sölu en götuverðmæti þess er um milljarður dollara, segir í frétt BBC.

Sorgleg sjón við Mexíkóflóa

Olíulekinn á Mexíkóflóa hefur haft skelfileg áhrif á dýralíf við strendur Bandaríkjanna. Talið er að hann eigi eftir að drepa milljónir dýra af mörgum tegundum.

Í stærra lagi

Þessi mynd af mótor á Airbus 380 farþegaþotu gefur kannski betri hugmynd um stærð hennar en margar aðrar. Hún var tekin á flugsýningu í Þýskalandi.

Nei nei ÞETTA er upp

Flugsýningar eru vinsælar um allan heim og það þykir sérstaklega tilkomumikið að fá orrustuþotur í heimsókn.

Passið ykkur á boltanum

Breska utanríkisráðuneytið hefur séð ástæðu til þess að skilgreina þá hjálp sem knattspyrnuunnendur geta og geta ekki fengið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Opinberir starfsmenn í verkfall á Spáni

Opinberir starfsmenn á Spáni hafa boðað allsherjarverkfalli í dag til að mótmæla áformum stjórnvalda um mikinn niðurskurð á ríkisfjárlögum.

Sjá næstu 50 fréttir