Erlent

Frjálslyndi flokkurinn er sigurvegari kosninganna í Hollandi

Jan Peter Balkenende formaður Kristilegra demókrata sagði af sér þegar úrslitin lágu fyrir í nótt.
Jan Peter Balkenende formaður Kristilegra demókrata sagði af sér þegar úrslitin lágu fyrir í nótt.

Frjálslyndi flokkurinn er sigurvegari þingkosninganna í Hollandi nú þegar megnið af atkvæðum hafa verið talin.

Flokkurinn hlaut 31 af þeim 150 þingsætum sem kosið var um. Þar með hefur flokkurinn einu þingsæti meira en Verkamannaflokkurinn.

Frelsisflokkur Geert Wilders, sem berst gegn áhrifum múslima, hlaut bestu kosningu sína frá upphafi eða 24 þingsæti og er orðinn þriðji stærsti flokkurinn á hollenska þinginu.

Kristilegir demókratar biðu afhroð í kosningunum, töpuðu helmingi þingsæta sinna og eiga nú 21 mann á þingi. Jan Peter Balkenende formaður flokksins sagði af sér þegar úrslitin lágu fyrir í nótt.

Reiknað er með að stjórnarmyndun geti tekið nokkurn tíma þar sem minnst þrjá flokka þarf til að mynda meirihluta á þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×