Erlent

Forseti Írans blæs á refsiaðgerðir SÞ

Mahmoud Ahmadinejad forseti Írans blæs á síðustu refsiaðgerðir Sameinuðu þjóðanna (SÞ) gegn stjórn hans. Segir hann Sameinuðu þjóðirnar nota þessar aðgerðir svipað og aðrir noti óhreina vasaklúta.

Þetta er í fjórða sinn sem Sameinuðu þjóðirnar beita refsiaðgerðum gegn Íran sökum þess að stjórnvöld þar í landi vilja ekki hætta við kjarnorkuáætlanir sínar.

Refsiaðgerðirnar nú felast meðal annars í ferkari takmörkunum á fjármagnsflæði til Írans og áframhaldi á vopnasölubanni til landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×