Erlent

Fimm vilja formannssætið

Diane Abbott.
Diane Abbott.

Fimm frambjóðendur munu keppa um formannsembætti breska Verkamannaflokksins á næstu mánuðum. Þetta skýrðist í gær þegar frestur til að skila tilskildum fjölda meðmæla frá þingmönnum flokksins rann út.

David Miliband, sem lét nýlega af embætti utanríkisráðherra, þykir líklegastur til að hreppa hnossið en hann etur kappi við bróður sinn Ed Miliband, fyrrum umhverfisráðherra, Ed Balls, fyrrum menntamálaráðherra, Andy Burnham, fyrrum heilbrigðisráðherra, og þingmanninn Diane Abbott sem var á sínum tíma fyrsta svarta konan til að ná kjöri sem þingmaður í Bretlandi.

Formannskjörið hefst 16. ágúst og úrslit verða kynnt 25. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×