Erlent

Opinberir starfsmenn í verkfall á Spáni

Opinberir starfsmenn á Spáni hafa boðað allsherjarverkfalli í dag til að mótmæla áformum stjórnvalda um mikinn niðurskurð á ríkisfjárlögum.

Meðal aðgerða stjórnvalda eru 5% launlækkun hjá öllum opinberum starfsmönnum landsins. Alls vinna 2,5 milljón manna hjá hinu opinbera á Spáni og þeir sem skipuleggja verkfallið vonast til að fleiri hundruð þúsunda þeirra muni leggja niður vinnu sína.

Þetta mun hafa þau áhrif að starfsfólk skóla, spítala, slökkvilið og starfsmenn opinberra stofnanna mæta ekki til vinnu á Spáni í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×