Erlent

Þúsaldarmarkmið SÞ skoðuð

Skýrsla Amnesty International skýrir frá Þúsaldarmarkmiðum SÞ um baráttuna við fátækt.
Skýrsla Amnesty International skýrir frá Þúsaldarmarkmiðum SÞ um baráttuna við fátækt.

mannréttindi Mannréttindasamtökin Amnesty International birtu í gær nýja skýrslu sem ber heitið „From Promises to Delivery". Í skýrslunni eru Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna skoðuð út frá mannréttindaskyldum sjálfstæðra ríkja.

Skýrslan felur meðal annars í sér skýringar og viðhorf samtakanna á jafnrétti, mæðraheilsu og fátækt og varpar hún ljósi á það bil sem er á milli Þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðlegra mannréttindaviðmiða.

Þúsaldarmarkmiðin eru frumkvæði SÞ til að vinna gegn fátækt í heiminum og byggja á Þúsaldaryfirlýsingunni sem samþykkt var fyrir tíu árum. Meginmarkmið þeirra er að eyða fátækt og hungri í heiminum öllum og tryggja jafnrétti á öllum grundvelli.

Í skýrslu Amnesty er lýst hver þau skref eru sem ríkisstjórnir verða að stíga til að ná fram raunverulegum árangri í framfylgni við Þúsaldarmarkmiðin og útrýmingu fátæktar. Að mati samtakanna kallar hún á að stjórnvöld tryggi að öll átaksverkefni sem tengjast Þúsaldarmarkmiðunum samræmist alþjóðlegum mannréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×