Erlent

Hnúfubakar mynda vinatengsl

Ekki er vitað hvernig hnúfubakarnir finna hver annan.
Ekki er vitað hvernig hnúfubakarnir finna hver annan.
Hnúfubakskýr hittast árlega í St. Lawrence flóa undan Kanada til að synda um og leita að fæðu saman. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt var í Journal of Behavioral Ecology and Sociobiology.

Lengi hefur verið vitað að tannhvalir svo sem búrhvalir hafa samband sín í milli en hingað til hefur verið talið að skíðishvalir, sem eru stærri, væru ekki eins félagslyndir.

Hnúfubakarnir verja stærstum hluta ársins í að ferðast um í leit að maka en þegar sumarið hefst hafa kýrnar einhvern veginn hver uppi á annarri og verja síðan árstíðinni saman í leit að fæðu. Lengsta vináttusambandið sem rannsóknar-teymið varð vitni að varði í sex ár en vinatengslin voru alltaf á milli hnúfubakskúa á svipuðum aldri.

Dr. Christian Ramp leiðir rannsóknarteymið en í samtali við BBC sagði hann að niðurstöðurnar hefðu komið sér verulega á óvart. Hann telur líklegt að kýrnar myndi þessi tengsl til að auka skilvirkni fæðuöflunar en rannsóknin bendir til þess að þær kýr sem mynda flest og lengst tengsl eignist flesta kálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×