Erlent

Piltur skotinn við landamæri

Lík piltsins flutt burt Sergio Adrian Hernandez Huereka féll fyrir byssum lögreglunnar.
Lík piltsins flutt burt Sergio Adrian Hernandez Huereka féll fyrir byssum lögreglunnar. Mynd/AP

Mexíkóbúar eru reiðir Bandaríkjamönnum vegna atviks í El Paso á mánudag, þegar fjórtán ára piltur lét lífið eftir að hafa fengið skot í sig frá bandarískum landamæravörðum.

Svo virðist sem vörðurinn hafi hleypt af byssu eftir að hópur fólks hóf grjótkast að bandarískum landamæravörðum.

Þetta er í annað skipti á hálfum mánuði sem bandaríska landamæragæslan veldur dauðsfalli í Mexíkó.

Í fyrra tilfellinu var það 32 ára maður, Anastasio Hernandez, sem lét lífið eftir að rafbyssa var notuð á hann við landamærahliðið í San Ysidoro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×