Erlent

Lánshæfismat hækkaði við fréttirnar

Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands.
Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands.
Í kjölfar staðfestingar þess að Eistland muni taka upp evru í janúar næstkomandi hækkaði matsfyrirtækið Standard & Poor's (S&P) lánshæfiseinkunn landsins um einn flokk, úr A- í A, í gær.

Rökstuðningur S&P fyrir hækkuninni var að upptaka evru ætti að minnka gengisáhættu og auðvelda aðgang Eistlands að fjármagnsmörkuðum í Evrópu. Auk þess þykir Eistland hafa sýnt þann efnahagslega sveigjanleika sem þátttaka í myntbandalagi þarfnast.

Búist er við því að matsfyrirtækin Moody's og Fitch fylgi í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×