Erlent

Minntust fórnarlamba morðingja

Óli Tynes skrifar
Egremont í dag.
Egremont í dag. Mynd/AP

Mannfjöldi kom saman í Egremont í Englandi í dag til þess að minnast þeirra sem leigubílstjórinn Darrick Bird myrti í síðustu viku.

Bird ók milli smábæja í friðsælum sveitahéruðum norðvestur Englands, skaut 12 manns til bana og særði 25.

Meðal þeirra sem hann myrti var tvíburabróðir hans sjálfs og lögfræðingur fjölskyldunnar. Ótal getgátur hafa verið uppi um hvað hafi valdið því að þessi rólyndismaður skyldi fremja þessi ódæði.

Engin haldbær skýring hefur enn fundist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×