Erlent

Stálu kredit korti úr flaki forsetavélarinnar

Óli Tynes skrifar
Hermennirnir áttu að girða af slysstaðinn.
Hermennirnir áttu að girða af slysstaðinn. Mynd/AP

Fjórir rússneskir hermenn hafa viðurkennt að hafa stolið kredit korti af líki eins þeirra sem fórust með pólsku forsetavélinni í Rússlandi í apríl síðastliðnum.

Fyrsta úttekt af kortinu var aðeins um tveim klukkustundum eftir slysið. Meira var tekið út á næstu þrem dögum eða þartil kortinu var lokað.

Alls tóku þjófarnir út sem nemur um 400 þúsund íslenskum krónum. Þeir voru með þeim fyrstu sem komu á slysstaðinn og var falið að girða hann af.

Rússnesk yfirvöld neituðu í fyrstu að þetta hefði átt sér stað. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir nú að ef mennirnir verði sakfelldir muni þeir endurgreiða féð.

Kredit kortið tilheyrði sagnfræðingi sem var í fylgdarliði Lech Kaczinsky forseta Póllands.

Fréttaritari BBC fréttastofunnar í Moskvu segir að Rússum þyki þetta mál óskaplega skammarlegt.

Alls fórust 96 manns með pólsku forsetavélinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×