Erlent

Landamæri Gasa opin áfram

Veiðimenn á gasaströnd Palestínsk ungmenni útbúa net til fiskveiða.
Veiðimenn á gasaströnd Palestínsk ungmenni útbúa net til fiskveiða. nordicphotos/AFP
Egypskur embættismaður fullyrti í gær að landamæri Egyptalands að Gasaströnd verði opin áfram um óákveðinn tíma, en þau voru opnuð eftir að Ísraelar réðust í síðustu viku á skipalest frá Tyrklandi sem átti að rjúfa einangrun Gasa.

Embættismaðurinn segir lokun landamæranna hafa verið mistök.

Þá segja Bernard Kouchner og William Hague, utanríkisráðherrar Frakklands og Bretlands, Evrópusambandið bæði geta og vilja veita aðstoð sína til að skip með hjálpargögn komist til Gasastrandar.

Evrópusambandið gæti haft strangt eftirlit með því hvaða vörur og gögn eru sett um borð í skipin, þannig að Ísraelar þurfi ekki að stöðva þau af ótta við að innan um leynist vopn eða annað sem Ísrael stæði ógn af.

Þá segir Joe Biden, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Bandaríkjastjórn nú leita nýrra leiða, í samvinnu við Egyptaland og fleiri, við að takast á við deiluna um einangrun Gasasvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×