Erlent

Jagúar rennur á Calvin Klein

Tveir líffræðingar sem starfa að verndun jagúara í þjóðgarði í Gvatemala hafa fundið fullkomna leið til að laða hin tignarlegu kattardýr að myndavélunum sem notaðar eru til að fylgjast með þeim og skrásetja. „Obsession for Men“ rakspíri frá Calvin Klein er allt sem þarf.

Uppgötvunin er afleiðing langrar og strangrar tilraunar sem gerð var í dýragarðinum í Bronx í New York. Þar prófuðu vísindamennirnir ýmiss konar ilm á blettatígrum og eftir nokkur ár og 24 ilmtegundir varð niðurstaðan sú að áðurnefndur moskusilmur varð hlutskarpastur.

Til stendur að prófa þessa aðferð í Venesúela, Níkaragva, Bólivíu, Perú og Ekvador á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×