Erlent

Passið ykkur á boltanum

Óli Tynes skrifar
Breskur knattspyrnuunnandi.
Breskur knattspyrnuunnandi.

Breska utanríkisráðuneytið hefur séð ástæðu til þess að skilgreina þá hjálp sem knattspyrnuunnendur geta og geta ekki fengið á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku.

Þúsundir Breta eru á leið til Suður-Afríku. Utanríkisráðuneytið veit af biturri reynslu að margir þeirra verða dauðadrukknir allan tímann.

Þeir munu lenda í slagsmálum og fara í fangelsi. Þeir munu týna flugmiðunum sínum. Þeir munu týna vegabréfunum sínum. Og ef þeir týna hvorugu munu þeir verða of seinir út á flugvöll.

Utanríkisráðuneytið vill að fólk viti að sendiskrifstofur Bretlands í Suður-Afríku geti ekki látið það hafa peninga, ekki útvegað því nýja flugmiða, ekki losað það úr fangelsi og ekki útvegað nýja miða á kappleiki.

Það er einnig hvatt til þess að fólk fái sér góðar tryggingar þar sem heilbrigðisþjónusta í Suður-Afríku sé mjög dýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×