Erlent

Forsetahöllin á Haítí hrynur - myndband

Óli Tynes skrifar
Á myndbandinu sést fólk hlaupa um ganga hallarinnar skelfinu lostið á meðan höllin hrynur í kringum það.
Á myndbandinu sést fólk hlaupa um ganga hallarinnar skelfinu lostið á meðan höllin hrynur í kringum það. Mynd/AFP

Gerðar hafa verið opinberar skelfilegar myndir af því þegar forsetahöllin á Haiti hrundi í jarðskjálftanum mikla 12 janúar.

Myndirnar eru úr öryggismyndavélum sem voru víðsvegar um höllina.

Fólk sést hlaupa þar um ganga skelfingu lostið í leit að útgönguleið meðan húsið hrynur yfir það. Yfir 300 þúsund manns fórust í jarðskjálftanum og yfir ein milljón missti heimili sín.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×