Erlent

Tvö tonn af kókaíni gerð upptæk í Gambíu

Að minnsta kosti tvö tonn af kókaíní voru gerð upptæk í Gambíu í Afríku. Kókaínið var á leið til Evrópu í sölu en götuverðmæti þess er um milljarður dollara, segir í frétt BBC.

Lögreglan í Gambíu hefur handtekið tólf vegna málsins og gert mikið af vopnum og reiðufé upptækt.

Eiturlyfjahringir í Suður-Ameríku hafa notað Vestur-Afríkur til að flytja eiturlyf til Evrópu, segir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×