Erlent

Kjördagur runninn upp í Hollandi

Kjördagur er runninn upp þingkosningunum í Hollandi en kjörstaðir verða opnaðir klukkan 10 að staðartíma eða klukkan 8 að okkar tíma.

Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Frelsisflokkur Geert Wilders muni auka við þingmannafjölda sinn en flokkurinn hefur byggt baráttu sína á andstöðu gegn múslimum og leggur meðal annars til að höfuðklæði múslimskra kvenna verðu skattlögð.

Líklegt er talið að Frjálslyndir verði stærsti flokkurinn á hollenska þinginu. Hinsvegar nái þeir aðeins 36 af 150 sætum sem í boði eru, ef marka má skoðanakannanir og verða því að mynda samsteypustjórn með tveimur öðrum flokkum til að ná saman meirihluta á þinginu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×