Erlent

Lífvörður Britney hættir vegna kynferðislegrar áreitni

Einn af lífvörðum poppstjörnunnar Britney Spears hefur sagt upp störfum sínum vegna kynferðislegrar áreitni af hálfu stjörnunnar.

Í frétt um málið í blaðinu The Sun segir að fáir karlmenn myndu fúlsa við því að hafa Britney Spears á Evu-klæðunum vappandi í kringum sig daginn út og inn og síðan kalla blíðlega til manns innan úr svefnherbergi sínu.

Það á ekki við um Fernando Flores sem segist hafa fengið nóg af þessari hegðun stjörnunnar og er hættur störfum. Samhliða íhugar Fernando að fara í mál við poppstjörnuna sökum þessarar áreitni í störfum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×