Erlent

Refsiaðgerðir samþykktar

Þetta er í fjórða skiptið sem öryggisráðið samþykkir refsiaðgerðir gegn Íran vegna þessa máls.
Þetta er í fjórða skiptið sem öryggisráðið samþykkir refsiaðgerðir gegn Íran vegna þessa máls.

Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær nýjar refsiaðgerðir gagnvart Írönum vegna meintra áforma þeirra um að koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Refsiaðgerðirnar beinast gegn sérsveitum íranska hersins, langdrægum skotflaugum og kjarnorkutengdum fjárfestingum.

Þetta er í fjórða skiptið sem öryggisráðið samþykkir refsiaðgerðir gegn Íran vegna þessa máls. Tólf aðildarríki ráðsins greiddu aðgerðunum atkvæði sitt, Tyrkland og Brasilía voru á móti en Líbanon sat hjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×