Erlent

Sorgleg sjón við Mexíkóflóa

Óli Tynes skrifar
Dauðvona pelikani.
Dauðvona pelikani. Mynd/AP

Olíulekinn á Mexíkóflóa hefur haft skelfileg áhrif á dýralíf við strendur Bandaríkjanna. Talið er að hann eigi eftir að drepa milljónir dýra af mörgum tegundum.

Ekki síst stingur í hjartað að sjá fugla löðrandi í olíu sem skilja ekkert hvað er að gerast.

Pelikaninn á meðfylgjandi mynd hafði einhvernvegin geta skreiðst upp á búkka og reyndi að fljúga framaf honum.

En datt svotil beint niður. Mikill fjöldi sjálfboðaliða er að reyna að þvo olíu af fuglum. En umfangið er svo gríðarlegt að það er ekki hægt að ná til nema örlítils hluta þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×