Erlent

Lögðu hald á kókaín að verðmæti 130 milljarða

Lögregluyfirvöld í afríkuríkinu Gambíu hafa lagt hald á að minnsta kosti 2 tonn af kókaíni og er verðmæti eiturlyfjanna talið nema einum milljarði dollara eða um 130 milljörðum króna.

Samhliða þessu voru tólf manns handtekin auk þess sem lagt var hald á töluvert af reiðufé og vopnum.

Gambíumenn hafa beðið um aðstoð breskra lögreglumanna við gagnaöflun í málinu.

Samkvæmt frétt á BBC eru ríkin við vesturströnd Afríku orðin að helstu umskipunarmiðstöðum í kókaínsmygli milli Suður Ameríku og Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×