Erlent

Íbúum Kaupmannahafnar finnst borgin orðin öruggari

Samkvæmt nýrri könnun finnst íbúum Kaupmannahafnar nú að borgin sé orðin öruggari staður til að búa á en var fyrir réttu ári síðan.

Í millitíðinni hefur það gerst að verulega hefur dregið úr átökum glæpagengja um yfirráðin yfir fíkniefnamarkaðinum í Kaupmannahöfn.

Í frétt um málið í Jyllandsposten segir að nú finnst átta af hverjum tíu borgarbúum að Kaupmannahöfn sé örugg borg. Þetta er aukning um 20% í samsvarandi könnun sem gerð var fyrir ári síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×