Erlent

Fangelsuð fyrir að hringja í Neyðarlínuna

Bandarísk kona þurfti að dúsa í fangelsi í þrjá daga fyrir að hringja í Neyðarlínuna fimm sinnum í leit að eiginmanni, segir í frétt The Review.

„Þarftu að ná þér í eiginmann," spurði starfsmaður Neyðarlínunnar hissa.

„Já," svaraði, hin 57 ára gamla Audrey Scott.

Þegar henni var tilkynnt um að hún gæti farið í fangelsi fyrir að fyrir að misnota Neyðarlínuna, virtist hún ekkert óttast það.

Eftir að Scott var hleypt úr fangelsinu kenndi hún áfengi um hegðun sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×