Erlent

Lífstíð fyrir þjóðarmorð

Þrír Bosníuserbar hafa verið dæmdir sekir fyrir þjóðarmorð af Stríðsglæpadómstólnum í Haag. Tveir fengu lífstíðarfangelsi og sá þriðji 35 ára dóm.

Glæpirnir voru framdir árið 1995 þegar um átta þúsund múslímar voru myrtir í Srebrenica í Bosníu og eru þetta talin alvarlegustu fjöldamorð í Evrópu síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Mennirnir voru allir háttsettir í her Bosníuserba og fylgdu skipunum herforingjans Ratko Mladic, sem er á flótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×