Rannsókn fjölmiðlafyrirtækisins Ofcom í Bretlandi sýnir fram á að flestir Bretar eru tilbúnir til að leiða hjá sér blótsyrði í fjölmiðlum.
Þátttakendur í rannsókninni horfðu á valin atriði úr sjónvarpsþáttum, íþróttaviðburðum og á hinn síblótandi sjónvarpskokk, Gordon Ramsay.
Niðurstöður sýndu að áhorfendum stóð á sama um væg blótsyrði en grófari niðurlægjandi orð höfðu neikvæð áhrif.