Erlent

Áhrif á Ísland

Óvíst er hvaða áhrif kosningaúrslitin hafa á Icesave-málið, sem hefur að mestu verið í biðstöðu frá því að Íslendingar höfnuðu samningnum við Breta og Hollendinga í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars.

Ný stjórn gæti haft aðra stefnu í málinu en sú fyrri sem vildi ljúka málinu á svipuðum nótum og gert var í samningnum sem Íslendingar felldu.

Afgreiðsla ráðs Evrópusambandsins á aðildarumsókn Íslands hefur einnig dregist, meðal annars vegna þingkosninganna í Bretlandi í síðasta mánuði og síðan Hollandi í gær.

Eftir helgi kemur í ljós hvort afgreiðsla umsóknarinnar verður sett á dagskrá fundar leiðtogaráðs ESB næstkomandi fimmtudag, sem er 17. júní. Þótt ný stjórn verði hugsanlega ekki tekin til starfa í Hollandi fyrir 17. júní er almennt reiknað með að málið verði afgreitt á fundi ráðsins þann dag. Næsti fundur leiðtogaráðsins verður ekki fyrr en í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×