Erlent

Ný evrópsk herflutningavél

Óli Tynes skrifar
A400m  lendir í Berlín
A400m lendir í Berlín

Hin nýja herflutningavél Airbus verksmiðjanna A400M er nú loks komin á vængina eftir miklar tafir og eftir að hafa farið gríðarlega framúr kostnaðaráætlun.

Á meðfylgjandi mynd er hún að lenda í Berlín í dag en þar stendur nú yfir mikil flugsýning.

A400M  er einkum ætlað að keppa við Bandarísku C-130 flutningavélarnar sem um áratuga skeið hafa verið helstu herflutningavélar heims.

A400 eru bæði stærri og öflugri en hinsvegar er ekki komin á þæt nein reynsla. Margar þjóðir hafa þó pantað vélar hjá Airbus.

Verksmiðjurnar vonast einnig eftir pöntunum frá fragtflugfélögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×