Erlent

Laumufarþegi faldi sig í hjólastelli Júmbóþotu

Tvítugur Rúmeni þykir með heppnari mönnum heimsins en hann lifði af sem laumufarþegi í hjólastelli Júmbóþotu sem flogið var frá Austurríki til Heathrow flugvallar í Bretlandi.

Rúmeninn hafði falið sig í rými við aftara hjólasett þotunnar fyrir flugtak. Hann þjáðist af mari og ofþornun þegar hann fannst eftir lendingu en hann lenti í allt að 41 stigs frosti í 25.000 feta hæð á leiðinni.

Lögreglan sleppti manninum að yfirheyrslu lokinni enda er Rúmenía hluti af ESB og manninum því frjálst að ferðast til Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×