Erlent

Norðmenn dæmdir aftur til dauða í Kongó

Herdómstóll í Kongó dæmdi tvo Norðmenn til dauða í annað skiptið. Dæma þurfti aftur í málinu vegna tæknilegra atriða, segir í frétt The Guardian.

Joshua French, 28 ára, og Tjostolv Moland, 29 ára, voru sakfelldir fyrir njósnir og morð og dæmdir til dauða.

Mennirnir tveir, sem eru fyrrverandi hermenn frá Noregi, voru dæmdir fyrir að myrða bílstjóra sinn og fyrir að hafa reynt að myrða vitni að morðinu á bílstjóranum.

Þeir og norska ríkið voru dæmdir til að greiða 4,5 milljónir dollara í skaðabætur til ekkjunnar og 100 þúsund dollara til samtaka ökumanna.

Reprieve, bresk lögfræðileg góðgerðarstofnun, segir að réttarhöldin séu sjónarspil. Hvert skipti sem saksóknari skipti um kenningu breyti vitnin frásögn sinni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×