Fleiri fréttir Starfsmannastjóri í Hvíta húsinu segir af sér Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði sagt af sér. Ástæðan er sögð dvínandi vinsældir forsetans. Card hefur verið starfsmannastjóri forsetans frá fyrsta degi. 28.3.2006 16:00 Fjölmenn mótmæli í borgum og bæjum Frakklands Þúsundir óeirðalögreglumanna vakta nú götur Parísar þar sem búist er við miklum mótmælum í dag vegna fyrirhugaðra breytinga á atvinnulöggjöf landsins. 28.3.2006 13:45 Afgana sem snerist til kristni sleppt úr haldi Afgönskum manni sem til stóð að taka af lífi fyrir að snúast til kristni, hefur verið sleppt úr haldi. Dómsmálaráðherra Afganistans staðfesti í morgun að maðurinn hefði verið látinn laus. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli um allan heim og stjórnmálaforingjar á Vesturlöndum létu margir í ljós mikla reiði vegna málsins. 28.3.2006 13:30 Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa stjórn í Ísrael Tuttugu og fimm þúsund her- og lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta alla kjörstaði í Ísrael, þar sem sögulegar þingkosningar fara fram í dag. Fylgi við Kadima flokkinn virðist vera að minnka og erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum. 28.3.2006 13:15 Julia Tymoschenko vill samstarf við Viktor Júsjenkó Julia Tymoschenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu segist reiðubúin til samstarfs með flokki Viktors Júsjenkó forseta, gegn því að hún fái embætti sitt aftur. 28.3.2006 10:27 Átök á milli flugmanna Sterling og Maersk Dönsk flugmálayfirvöld hafa skorist í leikinn vegna ákafra deilna fyrrrverandi flugmanna Maersk flugfélagsins og flugmanna Sterling, en félögin voru sameinuð í fyrra og er hið sameinaða félag í eigu FL Group. 28.3.2006 07:15 Mikil öryggisgæsla við kjörstaði í Ísrael Meira en tuttugu þúsund öryggisverðir gæta kjörstaða í Ísrael, sem opnuðu klukkan fimm í morgun. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Kadima flokkurinn fái rúmlega þrjátíu þingsæti af eitthundrað og tuttugu, sem er nokkru minna en undanfarnar vikur. 28.3.2006 06:50 4000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu Um 4000 lögreglumenn verða á ferðinni í miðborg Parísar á morgun en um tvö hundruð mótmælasamkomur eru fyrirhugaðar um allt Frakkland, sú stærsta í höfuðborginni. Þá ætla fjölmargir Frakkar að mótmæla nýrri vinnulöggjöf landsins. Þetta yrðu sjöttu skipulögðu mótmælin í höfuðborginni á hálfum mánuði. 27.3.2006 22:45 Sækist eftir hæli í vestrænu ríki Afganskur maður, sem átti yfir höfði sér dauðadóm fyrir að snúa sér frá islamstrú til kristni, sækist nú eftir hæli í einhverju vestrænu ríki. Máli gegn honum var vísað frá dómi í gær og í dag var ljóst að hann yrði látinn laus úr fangelsi. 27.3.2006 21:45 Kært vegna SMS-skilaboða Forsætisráðherra Finnlands íhugar að höfða mál gegn finnsku dagblaði sem birti SMS-skilaboð sem hann sendi ungri konu, en ráðherrann hafði áhuga á að kynnast henni nánar. 27.3.2006 21:30 Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála Ríkisstjórn Íraks krefst þess að Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála í hendur Íraka og héraðsstjórinn í Bagdad er hættur allri samvinnu við Bandaríkjamenn. Íraskir og bandarískir hermenn felldu um tuttugu manns við mosku, í borginni, í gær. Mikið blóðbað var í Írak um helgina og í dag. 27.3.2006 19:15 Funað um kjarnorkuáætlun Írana Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og starfsbróðir þeirra frá Þýskalandi, ætla að hittast og ræða kjarnorkudeiluna við Írana í Berlín á fimmtudaginn. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Hann sagði undirbúning fyrir fundinn nú í fullum gangi. 27.3.2006 18:15 Ferðamaður týndur Lögregla í indverska hluta Kasmír hefur eflt leit að kínverskum ferðamanni sem týndist í síðustu viku. Þrátt fyrir að ofbeldisverk séu algeng í Kasmír er sjaldgæft að ráðist sé á ferðamenn 27.3.2006 17:15 Þúsundir flýja heimili sín vegna gasleka Rúmlega 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suð-vestur Kína í dag vegna gasleka. Búið er að girða svæðið af og flytja mörg tonn af sementi og öðrum efnum svo hægt verði að fylla upp í borholu sem gasið lekur úr. 27.3.2006 17:00 Óbreyttir borgarar féllu í árás Að minnsta kosti 40 féllu og um 30 særðust í sjálfsvígssprengjuárás á herstöð í Norður-Írak í dag. Bandarískir og íraskir hermenn eru með aðstöðu á stöðinni en að sögn Bandaríkjahers féll engin liðsmaður þeirra í árásinni. 27.3.2006 16:45 Verkföll vegna vinnulöggjafar Óttast er að töluverð röskun verði á ferðum almenningssamgöngutækja og flugvéla í Frakklandi í vikunni en talið er víst að lestarstjórar og flugmenn ætli að leggja niður vinnu um tíma til að mótmæla umdeildri vinnulöggjöf stjórnvalda. 27.3.2006 16:30 Mestu aðgerðir síðan 1926 Um ein og hálf milljón breskra ríkisstarfsmanna áforma að fara í verkfall á fimmtudag. Stéttarfélög segja þetta vera mestu aðgerðir síðan 1926 þar sem þúsundum skóla verður lokað og truflanir verða á samgöngum. 27.3.2006 16:15 Skærin festust í hálsinum Kínversk kona gekkst undir afar flókna skurðaðgerð í morgun þegar fjarlægja þurfti skæri sem höfðu festst í hálsi hennar. 27.3.2006 16:00 13 ára fangelsi fyrir árás Ungur Moskvubúi var í dag dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir árás á samkunduhús Gyðinga í borginni í byrjun árs. 27.3.2006 15:45 Læstir míníbarir Norskt fyrirtæki mun á næstunni markaðssetja nýja tegund af míníbörum sem eiga að koma í veg fyrir að hótelgestir steli sér guðaveigum. Gestir á hótelum í Noregi stela um 30% af því sem í slíkum börum er að finna og því telja hóteleigendur ekki vanþörf á því að taka á þessu vandamáli. 27.3.2006 15:30 Mannfall í óeirðum Fjölmargir létu lífið þegar lögregla í Georgíu gerði áhlaup á fangelsi í höfuðborginni Tiblisi í dag. Fangar höfðu stofnað til óeirða eftir að komið var í veg fyrir flótta nokkurra þeirra. 27.3.2006 15:15 Jan Eliasson skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar Jan Eliasson hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar, viku eftir að Laila Freivalds hætti sem ráðherra fyrir sex dögum. Afsögn hennar kom eftir hatrammar deilur um vefsíðu sem var lokað eftir að hafa birt skopmyndir af spámanninum Múhammeð. 27.3.2006 08:49 Kosningabaráttunni í Ísrael lauk formlega í gær Kosningabaráttan í Ísrael kláraðist formlega í gær. Þingkosningarnar verða haldnar á morgun, en frambjóðendum er bannað að auglýsa eða vera með áróður daginn fyrir kosningarnar. 27.3.2006 07:25 Snarpur jarðskjálfti í suðurhluta Japans Snarpur jarðskjálfti upp á fimm komma fimm á Richter skók suðurhluta Japans í morgun. Skjálftinn stóð yfir í um fimmtán sekúndur, en olli samt ekki miklum usla. 27.3.2006 07:23 Bandaríkjamenn fækka verulega í herliði sínu í Írak Bandaríkjamenn munu fækka verulega í herliði sínu í Írak á árinu ef allt gengur að óskum. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþættinum ,,Meet the Press" í gær. 27.3.2006 07:21 Saka bandaríska herinn um að hafa drepið tuttugu óvopnaða menn Írakskir stjórnmálamenn saka bandaríska herinn um að hafa drepið tuttugu óvopnaða menn við bænir í mosku sjía í Baghdad í gær. Talsmaður Bandaríkjahers neitar þessu með öllu. 27.3.2006 07:20 300 manns á biðlista Þó að fylgikvillar offitu kosti samfélagið milljarða króna á ári er hún ekki eitt af forgangsverkefnum í heilbrigðisáætlun til ársins tvö þúsund og tíu. Þrjú hundruð manns bíða eftir meðferð vegna offitu á Reykjalundi. Biðlistinn lengist stöðugt og meira en tvö ár geta liðið þangað til fólk kemst að. 26.3.2006 19:00 Appelsínugula byltingin á enda? Andstæðingar appelsínugulu byltingarinnar virðast hafa sigrað í þingkosningunum í Úkraínu í dag. Sextán mánuðum eftir sögulegan sigur Viktors Júsjenkó, finnst íbúum Úkraínu lítið hafa áunnist og umbætur gengið allt of hægt. 26.3.2006 18:45 Drap sex og svo sjálfan sig Gleðskapur ungmenna í Seattle í Bandaríkjunum breyttist í martröð í gær, þegar einn samkvæmisgestanna hóf skothríð með þeim afleiðingum að sex týndu lífi. Þegar lögregla kom á staðinn skaut hann sjálfan sig í höfuðið. 26.3.2006 12:12 Skotar geta ekki lengur fengið sér smók þegar þeir kíkja á barinn Skotar geta ekki lengur fengið sér smók þegar þeir kíkja á barinn. Frá og með deginum í dag verða reykingar bannaðar á nánast öllum opinberum stöðum í Skotlandi, meðal annars öllum kaffihúsum og krám. 26.3.2006 10:07 Rólegt á götum Minsk í Hvíta Rússlandi í morgun Það var rólegt á götum Minsk í Hvíta Rússlandi í morgun, þar sem átök brutust út í gær, þegar þúsundir manna mótmæltu framkvæmd nýafstaðinna forsetakosninga í landinu. 26.3.2006 10:06 Úkraínumenn kjósa til þings í dag Úkraínumenn kjósa til þings í dag, í fyrsta sinn eftir appelsínugulu byltinguna í desember 2004. Þá komst Viktor Júsjenkó til valda, eftir hatramma kosningabaráttu, þar sem honum var meðal annars byrlað eitur. 26.3.2006 10:05 Ungt fólk í Ísrael áhugalaust um kosningar í landinu Ungt fólk í Ísrael virðist afar áhugalaust um komandi kosningar í landinu, sem haldnar verða næstkomandi þriðjudag. Þriðjungur þeirra er enn óákveðinn. Ef skoðanakannanir ganga eftir mun Kadimaflokkur Ariels Sharons vinna sigur undir forystu setts forsætisráðherra, Ehuds Olmerts. 25.3.2006 12:30 Rányrkja á hákörlum við Galapagoseyjar Verðmætir uggar hákarlanna við Galapagoseyjar freista óheiðarlegra sjómanna sem stunda rányrkju þar í svo miklum mæli að stofninn er í hættu. Um tvö hundruð þúsund hákarlar eru veiddir á slíkan hátt á ári hverju - uggarnir skornir af en skrokknum hent í sjóinn. 25.3.2006 12:15 Örlög heims og Toronto á hobbita herðum Það eru ekki aðeins örlög alheimsins sem hvíla á herðum Fróða og hinna hobbitanna í Toronto því nú á söngleikur sem unninn er upp úr sögu Tolkiens, Hringadróttinssögu, að laða að sér ferðamenn til Toronto í Kanada. Flutningur verksins tekur þrjá og hálfa klukkustund og kostaði uppfærslan litlar 27 milljónir bandaríkjadala 24.3.2006 22:15 Yfirborð sjávar gæti hækkað hratt Ný bandarísk rannsókn í blaðinu Science gefur til kynna að yfirborð sjávar gæti hækkað mun hraðar en hingað til hefur verið haldið fram. Þar er búist við að loftslagi á Grænlandi árið 2100, eftir 94 ár, gæti svipað til loftslagsins sem var þar fyrir síðasta ísskeið fyrir 130.000 árum. Þá var yfirborð sjávar 3-4 metrum hærra en það er nú. 24.3.2006 21:30 Prestsfrú játar morð á eiginmanni sínum Mary Winkler játaði í dag að hafa myrt eiginmann sinn sem var prestur í kristnum bókstafstrúarsöfnuði í Tennessee í Bandaríkjunum. Lík prestsins fannst á heimili hjónanna á miðvikudaginn og eiginkonan fannst daginn eftir í Alabama með börn þeirra hjóna. 24.3.2006 20:37 Refsiaðgerðir boðaðar Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ákveðið að beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum eftir að öryggislögregla leysti upp friðsöm mótmæli gegn stjórnvöldum í höfuðborginni Minsk í nótt. 24.3.2006 19:45 Klerkarnir sitja við sinn keip Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma þau áform afganskra klerka um að dæma mann til dauða fyrir að snúast til kristni. Klerkarnir láta hins vegar engan bilbug á sér finna. 24.3.2006 19:30 Lækningamáttur lýsis ofmetinn Blessað lýsið er bæði hollt og gott, eða því höfum við að minnsta kosti haldið fram til þessa. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda hins vegar til að lækningamáttur lýsisins sé stórlega ofmetinn. 24.3.2006 18:55 Kókþurrð í Simbabve Verksmiðjur sem framleiða hinn sívinsæla gosdrykk kók í Simbabve eru nú uppiskroppa með bragðefnisþykkni sem er undirstaða framleiðslunnar. Þetta er enn ein birtingarmynd gjaldeyrisskorts sem hrjáð hefur landið undanfarin ár. 24.3.2006 17:02 Verkalýðsforystan fundar með forsætisráðherra Frakklands Verkalýðsforystan í Frakklandi átti í dag fund með Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þar sem rædd var umdeild vinnulöggjöf. Forsætisráðherra mun ekki hafa verið samningsfús á fundinum, sér í lagi í ljósi ummæla Chirac, Frakklandsforseta, frá því fyrir í dag þess efnis að lögin yrðu að standa. 24.3.2006 16:45 Viðskipaþvinganir mögulegar gegn Hvíta-Rússlandi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna sammælast um að fordæma aðgerðir stjórnvalda í Minsk í nótt, þar sem yfir 200 mótmælendur voru handteknir á Októbertorginu. Leiðtogarnir segja hugsanlegt að viðskiptaþvingunum verði beitt vegna forsetakosninganna sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við framkvæmd kosninganna. 24.3.2006 15:36 Sprenging í skóla í Frakklandi Að minnsta kosti ein kona slasaðist alvarlega þegar mikil sprenging varð í háskóla í Mulhouse í Austur-Frakklandi í dag. Eldur logar í skólanum eftir sprenginguna en þar er efnafræðikennsla í hávegum höfð. 24.3.2006 13:30 Moska súnní múslima sprengd Óttast er að töluvert mannfall hafi orðið þegar sprengja sprakk við inngang að mosku súnní múslima í bænum Khalis norðvestur af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. 24.3.2006 11:32 Sjá næstu 50 fréttir
Starfsmannastjóri í Hvíta húsinu segir af sér Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði sagt af sér. Ástæðan er sögð dvínandi vinsældir forsetans. Card hefur verið starfsmannastjóri forsetans frá fyrsta degi. 28.3.2006 16:00
Fjölmenn mótmæli í borgum og bæjum Frakklands Þúsundir óeirðalögreglumanna vakta nú götur Parísar þar sem búist er við miklum mótmælum í dag vegna fyrirhugaðra breytinga á atvinnulöggjöf landsins. 28.3.2006 13:45
Afgana sem snerist til kristni sleppt úr haldi Afgönskum manni sem til stóð að taka af lífi fyrir að snúast til kristni, hefur verið sleppt úr haldi. Dómsmálaráðherra Afganistans staðfesti í morgun að maðurinn hefði verið látinn laus. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli um allan heim og stjórnmálaforingjar á Vesturlöndum létu margir í ljós mikla reiði vegna málsins. 28.3.2006 13:30
Erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa stjórn í Ísrael Tuttugu og fimm þúsund her- og lögreglumenn, gráir fyrir járnum vakta alla kjörstaði í Ísrael, þar sem sögulegar þingkosningar fara fram í dag. Fylgi við Kadima flokkinn virðist vera að minnka og erfitt gæti reynst að mynda starfhæfa ríkisstjórn að loknum kosningum. 28.3.2006 13:15
Julia Tymoschenko vill samstarf við Viktor Júsjenkó Julia Tymoschenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu segist reiðubúin til samstarfs með flokki Viktors Júsjenkó forseta, gegn því að hún fái embætti sitt aftur. 28.3.2006 10:27
Átök á milli flugmanna Sterling og Maersk Dönsk flugmálayfirvöld hafa skorist í leikinn vegna ákafra deilna fyrrrverandi flugmanna Maersk flugfélagsins og flugmanna Sterling, en félögin voru sameinuð í fyrra og er hið sameinaða félag í eigu FL Group. 28.3.2006 07:15
Mikil öryggisgæsla við kjörstaði í Ísrael Meira en tuttugu þúsund öryggisverðir gæta kjörstaða í Ísrael, sem opnuðu klukkan fimm í morgun. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Kadima flokkurinn fái rúmlega þrjátíu þingsæti af eitthundrað og tuttugu, sem er nokkru minna en undanfarnar vikur. 28.3.2006 06:50
4000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu Um 4000 lögreglumenn verða á ferðinni í miðborg Parísar á morgun en um tvö hundruð mótmælasamkomur eru fyrirhugaðar um allt Frakkland, sú stærsta í höfuðborginni. Þá ætla fjölmargir Frakkar að mótmæla nýrri vinnulöggjöf landsins. Þetta yrðu sjöttu skipulögðu mótmælin í höfuðborginni á hálfum mánuði. 27.3.2006 22:45
Sækist eftir hæli í vestrænu ríki Afganskur maður, sem átti yfir höfði sér dauðadóm fyrir að snúa sér frá islamstrú til kristni, sækist nú eftir hæli í einhverju vestrænu ríki. Máli gegn honum var vísað frá dómi í gær og í dag var ljóst að hann yrði látinn laus úr fangelsi. 27.3.2006 21:45
Kært vegna SMS-skilaboða Forsætisráðherra Finnlands íhugar að höfða mál gegn finnsku dagblaði sem birti SMS-skilaboð sem hann sendi ungri konu, en ráðherrann hafði áhuga á að kynnast henni nánar. 27.3.2006 21:30
Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála Ríkisstjórn Íraks krefst þess að Bandaríkjamenn afsali sér yfirstjórn öryggismála í hendur Íraka og héraðsstjórinn í Bagdad er hættur allri samvinnu við Bandaríkjamenn. Íraskir og bandarískir hermenn felldu um tuttugu manns við mosku, í borginni, í gær. Mikið blóðbað var í Írak um helgina og í dag. 27.3.2006 19:15
Funað um kjarnorkuáætlun Írana Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og starfsbróðir þeirra frá Þýskalandi, ætla að hittast og ræða kjarnorkudeiluna við Írana í Berlín á fimmtudaginn. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Hann sagði undirbúning fyrir fundinn nú í fullum gangi. 27.3.2006 18:15
Ferðamaður týndur Lögregla í indverska hluta Kasmír hefur eflt leit að kínverskum ferðamanni sem týndist í síðustu viku. Þrátt fyrir að ofbeldisverk séu algeng í Kasmír er sjaldgæft að ráðist sé á ferðamenn 27.3.2006 17:15
Þúsundir flýja heimili sín vegna gasleka Rúmlega 11 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í suð-vestur Kína í dag vegna gasleka. Búið er að girða svæðið af og flytja mörg tonn af sementi og öðrum efnum svo hægt verði að fylla upp í borholu sem gasið lekur úr. 27.3.2006 17:00
Óbreyttir borgarar féllu í árás Að minnsta kosti 40 féllu og um 30 særðust í sjálfsvígssprengjuárás á herstöð í Norður-Írak í dag. Bandarískir og íraskir hermenn eru með aðstöðu á stöðinni en að sögn Bandaríkjahers féll engin liðsmaður þeirra í árásinni. 27.3.2006 16:45
Verkföll vegna vinnulöggjafar Óttast er að töluverð röskun verði á ferðum almenningssamgöngutækja og flugvéla í Frakklandi í vikunni en talið er víst að lestarstjórar og flugmenn ætli að leggja niður vinnu um tíma til að mótmæla umdeildri vinnulöggjöf stjórnvalda. 27.3.2006 16:30
Mestu aðgerðir síðan 1926 Um ein og hálf milljón breskra ríkisstarfsmanna áforma að fara í verkfall á fimmtudag. Stéttarfélög segja þetta vera mestu aðgerðir síðan 1926 þar sem þúsundum skóla verður lokað og truflanir verða á samgöngum. 27.3.2006 16:15
Skærin festust í hálsinum Kínversk kona gekkst undir afar flókna skurðaðgerð í morgun þegar fjarlægja þurfti skæri sem höfðu festst í hálsi hennar. 27.3.2006 16:00
13 ára fangelsi fyrir árás Ungur Moskvubúi var í dag dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir árás á samkunduhús Gyðinga í borginni í byrjun árs. 27.3.2006 15:45
Læstir míníbarir Norskt fyrirtæki mun á næstunni markaðssetja nýja tegund af míníbörum sem eiga að koma í veg fyrir að hótelgestir steli sér guðaveigum. Gestir á hótelum í Noregi stela um 30% af því sem í slíkum börum er að finna og því telja hóteleigendur ekki vanþörf á því að taka á þessu vandamáli. 27.3.2006 15:30
Mannfall í óeirðum Fjölmargir létu lífið þegar lögregla í Georgíu gerði áhlaup á fangelsi í höfuðborginni Tiblisi í dag. Fangar höfðu stofnað til óeirða eftir að komið var í veg fyrir flótta nokkurra þeirra. 27.3.2006 15:15
Jan Eliasson skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar Jan Eliasson hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar, viku eftir að Laila Freivalds hætti sem ráðherra fyrir sex dögum. Afsögn hennar kom eftir hatrammar deilur um vefsíðu sem var lokað eftir að hafa birt skopmyndir af spámanninum Múhammeð. 27.3.2006 08:49
Kosningabaráttunni í Ísrael lauk formlega í gær Kosningabaráttan í Ísrael kláraðist formlega í gær. Þingkosningarnar verða haldnar á morgun, en frambjóðendum er bannað að auglýsa eða vera með áróður daginn fyrir kosningarnar. 27.3.2006 07:25
Snarpur jarðskjálfti í suðurhluta Japans Snarpur jarðskjálfti upp á fimm komma fimm á Richter skók suðurhluta Japans í morgun. Skjálftinn stóð yfir í um fimmtán sekúndur, en olli samt ekki miklum usla. 27.3.2006 07:23
Bandaríkjamenn fækka verulega í herliði sínu í Írak Bandaríkjamenn munu fækka verulega í herliði sínu í Írak á árinu ef allt gengur að óskum. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþættinum ,,Meet the Press" í gær. 27.3.2006 07:21
Saka bandaríska herinn um að hafa drepið tuttugu óvopnaða menn Írakskir stjórnmálamenn saka bandaríska herinn um að hafa drepið tuttugu óvopnaða menn við bænir í mosku sjía í Baghdad í gær. Talsmaður Bandaríkjahers neitar þessu með öllu. 27.3.2006 07:20
300 manns á biðlista Þó að fylgikvillar offitu kosti samfélagið milljarða króna á ári er hún ekki eitt af forgangsverkefnum í heilbrigðisáætlun til ársins tvö þúsund og tíu. Þrjú hundruð manns bíða eftir meðferð vegna offitu á Reykjalundi. Biðlistinn lengist stöðugt og meira en tvö ár geta liðið þangað til fólk kemst að. 26.3.2006 19:00
Appelsínugula byltingin á enda? Andstæðingar appelsínugulu byltingarinnar virðast hafa sigrað í þingkosningunum í Úkraínu í dag. Sextán mánuðum eftir sögulegan sigur Viktors Júsjenkó, finnst íbúum Úkraínu lítið hafa áunnist og umbætur gengið allt of hægt. 26.3.2006 18:45
Drap sex og svo sjálfan sig Gleðskapur ungmenna í Seattle í Bandaríkjunum breyttist í martröð í gær, þegar einn samkvæmisgestanna hóf skothríð með þeim afleiðingum að sex týndu lífi. Þegar lögregla kom á staðinn skaut hann sjálfan sig í höfuðið. 26.3.2006 12:12
Skotar geta ekki lengur fengið sér smók þegar þeir kíkja á barinn Skotar geta ekki lengur fengið sér smók þegar þeir kíkja á barinn. Frá og með deginum í dag verða reykingar bannaðar á nánast öllum opinberum stöðum í Skotlandi, meðal annars öllum kaffihúsum og krám. 26.3.2006 10:07
Rólegt á götum Minsk í Hvíta Rússlandi í morgun Það var rólegt á götum Minsk í Hvíta Rússlandi í morgun, þar sem átök brutust út í gær, þegar þúsundir manna mótmæltu framkvæmd nýafstaðinna forsetakosninga í landinu. 26.3.2006 10:06
Úkraínumenn kjósa til þings í dag Úkraínumenn kjósa til þings í dag, í fyrsta sinn eftir appelsínugulu byltinguna í desember 2004. Þá komst Viktor Júsjenkó til valda, eftir hatramma kosningabaráttu, þar sem honum var meðal annars byrlað eitur. 26.3.2006 10:05
Ungt fólk í Ísrael áhugalaust um kosningar í landinu Ungt fólk í Ísrael virðist afar áhugalaust um komandi kosningar í landinu, sem haldnar verða næstkomandi þriðjudag. Þriðjungur þeirra er enn óákveðinn. Ef skoðanakannanir ganga eftir mun Kadimaflokkur Ariels Sharons vinna sigur undir forystu setts forsætisráðherra, Ehuds Olmerts. 25.3.2006 12:30
Rányrkja á hákörlum við Galapagoseyjar Verðmætir uggar hákarlanna við Galapagoseyjar freista óheiðarlegra sjómanna sem stunda rányrkju þar í svo miklum mæli að stofninn er í hættu. Um tvö hundruð þúsund hákarlar eru veiddir á slíkan hátt á ári hverju - uggarnir skornir af en skrokknum hent í sjóinn. 25.3.2006 12:15
Örlög heims og Toronto á hobbita herðum Það eru ekki aðeins örlög alheimsins sem hvíla á herðum Fróða og hinna hobbitanna í Toronto því nú á söngleikur sem unninn er upp úr sögu Tolkiens, Hringadróttinssögu, að laða að sér ferðamenn til Toronto í Kanada. Flutningur verksins tekur þrjá og hálfa klukkustund og kostaði uppfærslan litlar 27 milljónir bandaríkjadala 24.3.2006 22:15
Yfirborð sjávar gæti hækkað hratt Ný bandarísk rannsókn í blaðinu Science gefur til kynna að yfirborð sjávar gæti hækkað mun hraðar en hingað til hefur verið haldið fram. Þar er búist við að loftslagi á Grænlandi árið 2100, eftir 94 ár, gæti svipað til loftslagsins sem var þar fyrir síðasta ísskeið fyrir 130.000 árum. Þá var yfirborð sjávar 3-4 metrum hærra en það er nú. 24.3.2006 21:30
Prestsfrú játar morð á eiginmanni sínum Mary Winkler játaði í dag að hafa myrt eiginmann sinn sem var prestur í kristnum bókstafstrúarsöfnuði í Tennessee í Bandaríkjunum. Lík prestsins fannst á heimili hjónanna á miðvikudaginn og eiginkonan fannst daginn eftir í Alabama með börn þeirra hjóna. 24.3.2006 20:37
Refsiaðgerðir boðaðar Bandaríkin og Evrópusambandið hafa ákveðið að beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum eftir að öryggislögregla leysti upp friðsöm mótmæli gegn stjórnvöldum í höfuðborginni Minsk í nótt. 24.3.2006 19:45
Klerkarnir sitja við sinn keip Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur bæst í hóp þeirra sem fordæma þau áform afganskra klerka um að dæma mann til dauða fyrir að snúast til kristni. Klerkarnir láta hins vegar engan bilbug á sér finna. 24.3.2006 19:30
Lækningamáttur lýsis ofmetinn Blessað lýsið er bæði hollt og gott, eða því höfum við að minnsta kosti haldið fram til þessa. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda hins vegar til að lækningamáttur lýsisins sé stórlega ofmetinn. 24.3.2006 18:55
Kókþurrð í Simbabve Verksmiðjur sem framleiða hinn sívinsæla gosdrykk kók í Simbabve eru nú uppiskroppa með bragðefnisþykkni sem er undirstaða framleiðslunnar. Þetta er enn ein birtingarmynd gjaldeyrisskorts sem hrjáð hefur landið undanfarin ár. 24.3.2006 17:02
Verkalýðsforystan fundar með forsætisráðherra Frakklands Verkalýðsforystan í Frakklandi átti í dag fund með Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þar sem rædd var umdeild vinnulöggjöf. Forsætisráðherra mun ekki hafa verið samningsfús á fundinum, sér í lagi í ljósi ummæla Chirac, Frakklandsforseta, frá því fyrir í dag þess efnis að lögin yrðu að standa. 24.3.2006 16:45
Viðskipaþvinganir mögulegar gegn Hvíta-Rússlandi Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna og Bandaríkjanna sammælast um að fordæma aðgerðir stjórnvalda í Minsk í nótt, þar sem yfir 200 mótmælendur voru handteknir á Októbertorginu. Leiðtogarnir segja hugsanlegt að viðskiptaþvingunum verði beitt vegna forsetakosninganna sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en gerðar hafa verið alvarlegar athugasemdir við framkvæmd kosninganna. 24.3.2006 15:36
Sprenging í skóla í Frakklandi Að minnsta kosti ein kona slasaðist alvarlega þegar mikil sprenging varð í háskóla í Mulhouse í Austur-Frakklandi í dag. Eldur logar í skólanum eftir sprenginguna en þar er efnafræðikennsla í hávegum höfð. 24.3.2006 13:30
Moska súnní múslima sprengd Óttast er að töluvert mannfall hafi orðið þegar sprengja sprakk við inngang að mosku súnní múslima í bænum Khalis norðvestur af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. 24.3.2006 11:32