Erlent

Kosningabaráttunni í Ísrael lauk formlega í gær

Kosningabaráttunni í Ísrael lauk formlega í gær. Þingkosningarnar verða haldnar á morgun, en frambjóðendum er bannað að auglýsa eða vera með áróður daginn fyrir kosningarnar.

Flest bendir til að Kadima flokkurinn sigri í kosningunum, með starfandi forsætisráðherrann Ehud Olmert í broddi fylkingar. Helstu keppinautarnir eru Verkamannaflokkurinn undir stjórn Amir Peretz og svo Likud flokkurinn, þar sem Benjamin Netanjahu er við stjórnvölinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×