Erlent

Starfsmannastjóri í Hvíta húsinu segir af sér

f.v. Joshua Bolten, Andrew Card og Bush Bandaríkjaforseti.
f.v. Joshua Bolten, Andrew Card og Bush Bandaríkjaforseti. MYND/AP

Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að Andrew Card, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hefði sagt af sér. Vinsældir forsetans hafa minnkað töluvert á síðustu vikum og hafa samflokksmenn hans í Repúblíkanaflokknum gert kröfur um að breytingar yrðu gerðar á starfsliði forsetans.

Card hefur verið starfsmannastjóri forsetans frá fyrsta degi. Joshua Bolten, fjármálaráðgjafi forsetans, tekur við af Card um miðjan apríl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×