Erlent

Sprenging í skóla í Frakklandi

Að minnsta kosti ein kona slasaðist alvarlega þegar mikil sprenging varð í háskóla í Mulhouse í Austur-Frakklandi í dag. Eldur logar í skólanum eftir sprenginguna en þar er efnafræðikennsla í hávegum höfð. Þykkur reykur hylur svæðið.

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvað olli sprengingunni. Átta þúsund nemendur stunda nám við skólann. Búið er að rýma hann og nærliggjandi svæði. Fregnir herma að sprengingin hafi heyrst í tveggja kílómetra fjarlægð og gluggar hafi brotnað í nálægum byggingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×