4000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu 27. mars 2006 22:45 Dominque de Villepin, forsætisráðherra Frakklands (t.v.), hér ásamt Gilles de Robien, ráðherra menntamála. MYND/AP Um 4000 lögreglumenn verða á ferðinni í miðborg Parísar á morgun en um tvö hundruð mótmælasamkomur eru fyrirhugaðar um allt Frakkland, sú stærsta í höfuðborginni. Þá ætla fjölmargir Frakkar að mótmæla nýrri vinnulöggjöf landsins. Þetta yrðu sjöttu skipulögðu mótmælin í höfuðborginni á hálfum mánuði. Mótmælendur hafa þá sumir hverjir gripið til ofbeldisverka og látið flöskum og grjóthnullungum rigna yfir óeirðalögreglu sem hefur svarað með táragasi. Deilt eru um löggjöfina sem Dominique de Villepin, forsætisráðherra, hefur barist fyrir að koma í gegn. Stjórnvöld segja hana draga úr atvinnuleysi, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta segja verkalýðsfélög og stúdentar hreina vitleysu, auðveldara sé nú að reka ungt fólk á skýringa. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa hótað verkfallsaðgerðum og hefur parísarlögreglan heitið hertu eftirliti með lestarkerfi landsins nú þegar stefnir í að almenningssamgöngur og jafnvel flug raskist vegna aðgerða til höfuðs löggjöfinni. Eftirlit með neðanjarðarlestarkefinu verður aukið og stuðst við tæplega fjögur hundruð eftirlitsmyndavélar. Talið er að þróun mála þá viku sem nú fer í hönd muni skipta miklu fyrir de Villepin, forsætisráðherra, sem hefur neitað að gefa eftir í málinu. Ný könnun sem franska blaðið Le Monde birti í dag sýnir að 63% Frakka eru andvíg nýju lögunum og vinnuaðferðum forsætisráðherrans. De Villepin hefur þó hert róðurinn í baráttunni og átt fundi með forystumönnum verkalýðsfélaga og stúdenta en án árangurs. Stjórnmálaskýrendur telja forsætisráðherrann líta svo á að hann geti ekki bakkað í málinu, það væri merki um veikleika. Hann verði að halda málinu til streitu og vona að það skaði hann ekki um of í baráttunni um forsetaembættið á næsta ári. Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Um 4000 lögreglumenn verða á ferðinni í miðborg Parísar á morgun en um tvö hundruð mótmælasamkomur eru fyrirhugaðar um allt Frakkland, sú stærsta í höfuðborginni. Þá ætla fjölmargir Frakkar að mótmæla nýrri vinnulöggjöf landsins. Þetta yrðu sjöttu skipulögðu mótmælin í höfuðborginni á hálfum mánuði. Mótmælendur hafa þá sumir hverjir gripið til ofbeldisverka og látið flöskum og grjóthnullungum rigna yfir óeirðalögreglu sem hefur svarað með táragasi. Deilt eru um löggjöfina sem Dominique de Villepin, forsætisráðherra, hefur barist fyrir að koma í gegn. Stjórnvöld segja hana draga úr atvinnuleysi, sér í lagi meðal ungs fólks. Þetta segja verkalýðsfélög og stúdentar hreina vitleysu, auðveldara sé nú að reka ungt fólk á skýringa. Fjölmörg verkalýðsfélög hafa hótað verkfallsaðgerðum og hefur parísarlögreglan heitið hertu eftirliti með lestarkerfi landsins nú þegar stefnir í að almenningssamgöngur og jafnvel flug raskist vegna aðgerða til höfuðs löggjöfinni. Eftirlit með neðanjarðarlestarkefinu verður aukið og stuðst við tæplega fjögur hundruð eftirlitsmyndavélar. Talið er að þróun mála þá viku sem nú fer í hönd muni skipta miklu fyrir de Villepin, forsætisráðherra, sem hefur neitað að gefa eftir í málinu. Ný könnun sem franska blaðið Le Monde birti í dag sýnir að 63% Frakka eru andvíg nýju lögunum og vinnuaðferðum forsætisráðherrans. De Villepin hefur þó hert róðurinn í baráttunni og átt fundi með forystumönnum verkalýðsfélaga og stúdenta en án árangurs. Stjórnmálaskýrendur telja forsætisráðherrann líta svo á að hann geti ekki bakkað í málinu, það væri merki um veikleika. Hann verði að halda málinu til streitu og vona að það skaði hann ekki um of í baráttunni um forsetaembættið á næsta ári.
Erlent Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira