Erlent

Úkraínumenn kjósa til þings í dag

MyndAP

Úkraínumenn kjósa til þings í dag, í fyrsta sinn eftir appelsínugulu byltinguna í desember 2004. Þá komst Viktor Júsjenkó til valda, eftir hatramma kosningabaráttu, þar sem honum var meðal annars byrlað eitur.

Helsti andstæðingur Júsjenkós þá, Viktor Janúkóvitsj, virðist líklegur til að hefna ófaranna í þingkosningunum í dag. Skoðanakannanir benda til þess að flokkur Janúkóvitsj, sem er í nánum tengslum við stjórnvöld í Rússlandi fái flest atkvæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×