Erlent

Bandaríkjamenn fækka verulega í herliði sínu í Írak

Bandaríkjamenn munu fækka verulega í herliði sínu í Írak á árinu ef allt gengur að óskum. Þetta sagði Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþættinum ,,Meet the Press" í gær. Allt velti þetta þó á því hve vel írökskum öryggissveitum gangi að taka við hlutverki bandarískra hermanna.

Yfirmenn í bandaríska hernum vonast til þess að hermenn í Írak verði orðnir færri en 100 þúsund í árslok, en þeir eru eitt hundrað þrjátíu og þrjú þúsund núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×