Erlent

Jan Eliasson skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar

Jan Eliasson hefur verið skipaður í embætti utanríkisráðherra Svíþjóðar, viku eftir að Laila Freivalds hætti sem ráðherra fyrir sex dögum. Afsögn hennar kom eftir hatrammar deilur um vefsíðu sem var lokað eftir að hafa birt skopmyndir af spámanninum Múhammeð. Göran Person forsætisráðherra Svíþjóðar tilkynnti í morgun að Eliasson yrði eftirmaður Freivalds.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×