Erlent

Mikil öryggisgæsla við kjörstaði í Ísrael

Meira en tuttugu þúsund öryggisverðir gæta kjörstaða í Ísrael, sem opnuðu klukkan fimm í morgun. Síðustu skoðanakannanir benda til þess að Kadima flokkurinn fái rúmlega þrjátíu þingsæti af eitthundrað og tuttugu, sem er nokkru minna en undanfarnar vikur. Ehud Olmert, formaður flokksins og arftaki Ariels Sharon, hefur heitið því að marka endanleg landamæri Ísraels fyrir árið 2010. Það gæti reynst erfitt ef fylgið verður ekki meira en þetta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×