Erlent

Ungt fólk í Ísrael áhugalaust um kosningar í landinu

Ungt fólk í Ísrael virðist afar áhugalaust um komandi kosningar í landinu, sem haldnar verða næstkomandi þriðjudag. Þriðjungur þeirra er enn óákveðinn. Ef skoðanakannanir ganga eftir mun Kadimaflokkur Ariels Sharons vinna sigur undir forystu setts forsætisráðherra, Ehuds Olmerts. Olmert hefur talað skýrt um að hann vilji enn frekari brottflutning Ísraela frá herteknum svæðum á Vesturbakkanum. Ungir landnemar, sérstaklega þeir sem voru fluttir brott af Gazaströndinni síðastliðið sumar til að rýma fyrir Palestínumönnum, munu eflaust halla sér að hægri flokkunum, sem eru mótfallnir frekari brottflutningi af herteknum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×