Erlent

13 ára fangelsi fyrir árás

9 særðust þegar Alexander Koptsev réðst á fólk í samkunduhúsi Gyðinga í Moskvu í janúar.
9 særðust þegar Alexander Koptsev réðst á fólk í samkunduhúsi Gyðinga í Moskvu í janúar. MYND/AP

Ungur Moskvubúi var í dag dæmdur í 13 ára fangelsi fyrir árás á samkunduhús Gyðinga í borginni í byrjun árs.

Maðurinn, sem er rétt rúmlega tvítugt, réðst inn í húsið og hóf að stinga þá sem þar voru saman komnir af handahófi um leið og hann öskraði ókvæðisorð að þeim. Níu særðust í árásinni.

Maðurinn var sýknaður af ákæru um að hvetja til illra verka gegn minnihlutahópum. Þegar dómurinn yfir manninum var lesinn upp í morgun hófu stuðningsmenn hans að láta öllum illum látum í dómssalnum og sögðu dóminn of þungan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×