Erlent

Verkalýðsforystan fundar með forsætisráðherra Frakklands

MYND/AP

Verkalýðsforystan í Frakklandi átti í dag fund með Dominique de Villepin, forsætisráðherra, þar sem rædd var umdeild vinnulöggjöf. Af fundinum varð þrátt fyrir að forystumenn verkalýðsfélaga hafi áður lýst því yfir að ekki yrði fundað með frönskum ráðamönnum um málið nema löggjöfin yrði dregin til baka.

Fundarmenn reyndu að komast að málamiðlun til að draga úr þeirri öldu mótmæla sem hefur skollið á frönskum borgum síðustu vikurnar. De Villepin var ekki samningsfús á fundinum, sér í lagi í ljósi ummæla Chirac, Frakklandsforseta, frá því fyrir í dag þess efnis að lögin yrðu að standa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×