Erlent

Læstir míníbarir

Norskt fyrirtæki mun á næstunni markaðssetja nýja tegund af míníbörum sem eiga að koma í veg fyrir að hótelgestir steli sér guðaveigum. Gestir á hótelum í Noregi stela um 30% af því sem í slíkum börum er að finna og því telja hóteleigendur ekki vanþörf á því að taka á þessu vandamáli.

Nýi barinn verður lokaður og ef gestir vilja opna hann þurfa þeir að slá inn lykilorði og hver vara sem er tekin úr barnum verður sjálfkrafa skráð á reikning gestsins sem greiðist að dvöl lokinni. Talið er að barirnir eigi eftir að seljast eins og heitar lummur og eru fjöldaframleiðsla á þeim þegar hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×