Erlent

Skotar geta ekki lengur fengið sér smók þegar þeir kíkja á barinn

Skotar geta ekki lengur fengið sér smók þegar þeir kíkja á barinn. Frá og með deginum í dag verða reykingar bannaðar á nánast öllum opinberum stöðum í Skotlandi, meðal annars öllum kaffihúsum og krám. Samkvæmt skoðanakönnun breska ríkisútvarpsins BBC ætlar meira en fimmti hver reykingamaður í Skotlandi að virða bannið að vettugi.

Budda uppreisnarmannanna mun þó væntanlega fljótt tæmast ef þeir standa við stóru orðin, því að allir þeir sem virða bannið að vettugi verða umsvifalaust sektaðir á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×