Erlent

Funað um kjarnorkuáætlun Írana

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, ræðir við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.
Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, ræðir við Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. MYND/AP

Utanríkisráðherrar þeirra ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, og starfsbróðir þeirra frá Þýskalandi, ætla að hittast og ræða kjarnorkudeiluna við Írana í Berlín á fimmtudaginn. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, greindi frá þessu nú síðdegis. Hann sagði undirbúning fyrir fundinn nú í fullum gangi.

Illa hefur gengið að finna lausn á deilunni en Vesturveldin telja Írana vilja framleiða kjarnorkuvopn en þeir hafa ætli að nota kjarnorkuna til raforkuframleiðslu og í friðsamlegum tilgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×